Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir halda hádegistónleika í Hannesarholti sunnudaginn 22.mars kl.12.15.

Á efnisskránni eru draumórakennd dagskrá þar sem ferðast er milli landa og tilfinninga. :

R. Schumann Fünf Lieder op. 40

I. Märzveilchen

II. Muttertraum

III. Der Soldat

IV. Der Spielmann

V. Verratene Liebe

Ljóð eftir H.C. Andersen í þýðingu A. Chamisso

E. Grieg Sechs Lieder op.48

I. Gruss

II. Dereinst, Gedanke mein

III. Lauf der Welt

IV.Die verschwiegene Nachtigall

V. Zur Rosenzeit

VI. Ein Traum

J. Sibelius En Dröm

H. Duparc Phidyle

R. Strauss Cäsilie

Ljóðaformið er einstaklega tært og fíngert, það færir hlustandann yfir í aðra heima en einnig inn á við, alla leið að kjarnanum ef við leyfum. Ljóðin á þessari efnisskrá ná að fanga tilfinningarnar á munúðarfullan og göfugan hátt sem verða að litríkri heild. Einnig er gaman er að setja saman efnisskrá með einungis ljóðum frá rómantíska tímabilinu og að setja hlið við hlið skandínavísk, þýsk og frönsk ljóð.

Margrét Hrafnsdóttir, sópran og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari hafa verið í nánu samstarfi síðan 1998. Saman hafa þær haldið tónleika í Þýskalandi, á Ítalíu og á Íslandi. Þær stunduðu saman nám við ljóðadeild tónlistarháskólans í Stúttgart á árunum 2004-2007 undir handleiðislu Cornelis Witthoefft. Þær halda reglulega tónleika saman og finnst sérstaklega gaman að kljást við hið göfuga ljóðaform. Þegar þær setja saman efnisskrá huga þær ekki einungis að því að halda rauðum þræði í gegn heldur einnig er mikill metnaður í fyrirrúmi. Enda njóta þær þess báðar að upphefja textana og koma öllu litrófi þeirra til skila.