Tix.is

Um viðburðinn

Nordisk Film Fokus kynnir finnsku kvikmyndina Maria’s Paradise/ Marian paratiisi. Myndin er á finnsku með enskum texta (110 mín.) Leikstjóri er Zaida Bergroth. Ókeypis er á sýninguna en tryggið ykkur miða hér á tix.is til að vera örugg með sæti. 

Munaðarleysinginn Salome er þjónustustúlka og fylgjandi Maria Åkerblom, sem er karismatíkur leiðtogi sértrúarsafnaðar. Þegar Salome eignast uppreisnargjarna vinkonu og byrjar að efast verður Maria hættuleg. Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum.

Leikkonan Satu-Tuuli Karhu, sem leikur Salome, verður viðstödd sýninguna í Norræna húsinu og verður tekin tali í upphafi.

Nordisk Film Fokus 17. &18. janúar 2020
Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus verða að þessu sinni haldnir í samstarfi við nýju hátíðina Reykjavík Feminist Film Festival dagana 16.-19. janúar. Dagskráin í Norræna húsinu setur fókusinn á norræna kvenleikstjóra og sjálfsmynd sem viðfangsefni. Sýndar verða nýlegar, norrænar kvikmyndir og boðið upp á umræður við leikstjóra myndanna og aðra fulltrúa þeirra.Dagskrá Nordisk Film Fokus
Dagskrá Reykjavík Feminist Film Festival