Tix.is

Um viðburðinn

Heislunámskeið Ragga Nagli og Ásdís Grasa 

Í aragrúa nútímans þar sem hver samfélagsmiðillinn keppist um athygli okkar eru skilaboðin um hvað megi borða, hvað sé óhollt, hvað sé fitandi oft eins og ærandi rokktónlist á næturklúbbi. 

Ketó eða kolvetni

Fasta eða ekki fasta

Bananar eða bernessósa. 

Við hættum að geta hugsað skýrt fyrir öllum þessum hávaða og hendum því oft peningum í snákaolíur og sitjum eftir með sárt enni og tóman sparibauk þegar árangurinn lætur á sér standa. 

Fólk er orðið svo ruglað í skallanum að það endar með að nærast bara á klökum og súrefni af ótta við öll matvælin sem er búið að djöflagera.

Á Heilsunámskeiðinu munum við Ásdís reyna að greiða úr þessari flækju, og hjálpa fólki öðlast heilbrigðari sýn á mat, bætiefni, vítamín, mataræði og máltíðamynstur. 

Hvaða fæðubótarefni hjálpa mér að ná árangri.

Hvað er gott fyrir þarmaflóruna.

Hvað er gott fyrir tíðahvörf.

Hvað hjálpar við æfingar.

Hvað byggir upp vöðva.

Hvað er gott fyrir streitu.

Hvað hjálpar við betri svefn.

 

Við munum einnig fara yfir hvaða matvæli ættu að vera uppistaðan í mataræði okkar flestra fyrir heilsubætingu og hamingju.

Hvaða áhrif mismunandi matvæli hafa á blóðsykur, blóðþrýsting, orku, meltingu og þarmaflóru.

 

Það hjálpar okkur að vera meira meðvituð um áhrif þess sem við borðum á líkamann því hann er okkar besti leiðbeinandi þegar kemur að mataræði.

 

Farið er yfir vísindin á bakvið helstu strauma og stefnur í öllum mataræðisstefnunum sem ríða röftum á haustin og lofa gulli og grænum skógum í tálgun skrokks.

 

Hvað virkar. Hvernig virkar það. Hvað virkar ekki og af hverju ekki.

 

Eins mun Ragga Nagli fara ítarlega yfir hvernig 'mindful eating' með aukinni meðvitund um svengd og seddu og skilningi af hverju við tökum matartengdar ákvarðanir öðlast heilbrigðara sambandi við mat, okkur sjálf og líkamann.

Og allir fá að spreyta sig á að borða í fullkominni núvitund.

 

Vopnuð þekkingu og fræðslu eftir Heilsunámskeiðið er það okkar von að þátttakendur geti tekið upplýstar ákvarðanir og fjárfest sumarhýrunni í það sem virkar fyrir heilsuna og færir þau í átt að sínum markmiðum.

 

Það verða veglegir gjafapokar fyrir alla með allskonar skemmtilegum nýjungum á markaðnum, bætiefnum og gleðilegu gúrmeti sem gerir heilsulífið að dansi á rósum.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.