Tix.is

Um viðburðinn

VETRARBLÓT - Næturklúbbur í Hörpu á Vetrarhátíð

upsammy (NL)
Plútó DJs

NAVA VJs:
Allenheimer/DVDJ NNS/Grainy Picker

Í samstarfi við Landsbankann og Smirnoff

Eftirpartí með Plútó á Gauknum.

upsammy
Hin hollenska upsammy tryllti lýðinn á LungA síðasta sumar en er annars fastagestur bak við plötuspilarana á bestu næturklúbbum Evrópu eins og Panorama Bar í Berlín, Robert Johnson í Frankfurt og De School í Amsterdam. Síðustu tvö ár hefur hún komið fram á hátíðum á borð við Dekmantel, Unsound, Primavera Sound og Way Out West.

Plútó
Vikulegur útvarpsþáttur Plútó er síðasta vígi danstónlistar á öldum ljósvakans og partíin sem snúðahópurinn hefur spilað í eru mörg hver orðin goðsagnakennd í íslenskri raftónlistarsögu. Plútó spila einnig í eftirpartíi sem fer fram á Gauknum sama kvöld (sami miði veitir aðgang meðan húsrúm leyfir).

Allenheimer / DVDJ NNS / Grainy Picker
Sjónsnúðarnir Allenheimer, DVDJ NNS og Grainy Picker „spila á“ 40 metra háan ljósahjúp Hörpu. Allenheimer hefur gert tilraunir með ljósin á hjúpnum allt frá árinu 2014 og DVDJ NNS og Grainy Picker hafa getið sér gott orð sem sjónlistamenn hérlendis undanfarin misseri. Þetta verður í fyrsta sinn sem spilað verður á ljósin live við tónlist.

18 ára aldustakmark