Tix.is

Um viðburðinn

Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Julian Hewlett píanóleikari flytja tvo þekktustu ljóðaflokka Schumann & Brahms á hádegistónleikum í Hannesarholti sunnudaginn 10. maí kl 12.15.

Robert Schumann ( 1810 - 1856 ) Frauenliebe und Leben op. 42

Johannes Brahms ( 1833 -1897 ) Zigeunerlieder op. 103

Hólmfríður Var búsett í Vínarborg til margra ára og naut listisemda lífsins í tónlist, góðum félagsskap listamanna, kaffihúsamenningu eins og Melange sem er þekktasti kaffidrykkur Vínarbúa. Hólmfríður flakkaði um Evrópu og dvaldi ein i Mílanó og Siena í eitt ár áður en hún flutti heim til Íslands og hóf kennaranám. Síðar varð Hólmfríður menningarlegur stjórnandi Listasafns Íslands og stuttu seinna opnaði hún sitt fyrsta myndlistargallerí og söngskóla í Ingólfsstræti við mikinn fögnuð listrænna unnenda. Síðar lá leiðin aftur í þýskumælandi landið til að starfa sem óperusöngvari. Leiðin var löng og ströng og ekki mikið um tilboð í minni hlutverk en það voru markmiðin til að byrja með. Hólmfríður var svo heppin að vera ráðin til að syngja vínardúetta með bassasöngvara og söng hún 2-4 tónleika í hverri viku. Þannig fékk hún frábæra sviðsreynslu og átti salt í grautinn þó lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Svoleiðis var það í einhverja mánuði eða þar til hún sótti um stórt hlutverk og fékk. Þá var ekki aftur snúið. Ferðaðist um Evrópu og söng af lífsins sálar kröftum. Ferðalögin tóku stundum á en voru oftast skemmtileg og ævintýrum líkast. Í dag er Hólmfríður einn þekktasti dáleiðari á íslandi og hefur rekið meðferðarfyrirtæki sitt í 9 ár undir nafninu Andlega Setrið. Hólmfríður hefur verið mjög virk í tónlistinni og komið fram á 9 einsöngstónleikum síðustu tvö árin.

Julian Hewlett píanóleikari útskrifaðist frá The University of Kent á Englandi. Julian er léttur í lund að eðlisfari og einstaklega þægilegt að vinna með honum. Hann er með B.A gráðu í tónlist og bókmenntum og les allt milli himins og jarðar og fær innblástur í orgelverk, einsöngslög og píanótónlist. Fyrir stuttu gaf Julian út nokkrar bækur fyrir píanó og komu þær út í öllum regnbogans litum. Hann hefur starfað á íslandi sem píanóleikari, organisti, tónskáld og kórstjóri og er líklegast í hópi virkustu tónlistarmanna á Íslandi.