Tix.is

Um viðburðinn

Já, nú er loksins komið að því! Við, Heiða Björg & the Kaos, gamla Klezmer Kaos, söknum mikið yndislegu og hressu íslensku stemmningarinnar sem skapaðist við fullt hús í öll þau þrjú skiptin sem við komum á Nasa í Reykjavík milli áranna 2008 og 2010. Við höfum því ákveðið að koma aftur til Íslands, frá Frakklandi, þrátt fyrir þrefalda hækkun á flugfargjaldi! Já, við erum svolítið “kreisí” en höfum líka gaman að því að krydda tilveruna, og erum auðvitað alltaf til í smá “kaos”!    

Nýtt prógram verður í boði, þar sem fortíð, (lög af plötu 1 “Froggy”), nútíð (lögin af plötu 2 “Inspiration”) og framtíð fléttast saman. Við munum sem sé flytja nokkur, glæný lög, sem við unnum í “workshop” í Ungverjalandi fyrir næstu plötu, en innblástur hennar kemur að mörgu leyti frá Marokkó, þar sem Heiða Björg var búsett í 5 ár.

Það eru margar góðar hljómsveitir, ókunnar íslendingum, sem óska þess eins að spila á Íslandi en vantar tækifæri, fjármagn og sambönd. Þar af leiðandi ákváðum við að bjóða einni franskri með, “Archibald” varð fyrir valinu!

Valentínusarkvöldið verður því “ævintýratónlistarferðalag” milli

« world, djass, rokk & popp tónlist, milli Mið-Austur Evrópu, Frakklands, Marokkó, Guatemala og Grænlands, á frönsku, ensku, portúgölsku og íslensku!  

Köllum það: “Sound of Sharing”

Mæting í “ Gamla Bíó! 14 febrúar !
Hlökkum til að sjá ykkur!
Heiða Björg og allir Kaos karlarnir
www.heidabjorg-kaos.com  - www.dodream-music.com   - www.archibaldmusic.com

NB: Listi með þeim veitingastöðum sem bjóða upp á “Sound of Sharing - Valentínusar” tilboð verður birtur á “Event” síðunni á Facebook

Heiða Björg & the Kaos hafa nú túrað um Evrópu í 12 ár. Þau hafa, meðal annars, komið fram á alþjóðlegri þjóðlagakeppni í Amsterdam, 2008, þar sem þau komust í 5 hljómsveita úrslit af 25 hljómsveitum, sett upp sýninguna “Eyjafjallajökulsgoskarlinn mikli” í “Theâtre de Rutebeuf” í Frakklandi 2012, valin sem aðalhljómsveitin fyrir tónlistarhátíðina og “workshop” viðburðinn “Babel Sound” í Ungverjalandi 2018, spilað á “Babel Night” í Barcelona 2019 ásamt útgáfutónleikum á plötu tvö “Inspiration” í París mars 2019 sem er í góðri spilun hjá franska útvarpinu.

Frá síðustu Íslands komu, hefur hljómsveitin aðeins breyst. Í dag eru Kaos karlarnir 5: fiðla, trommur og bassi/kontrabassi en hljómsveitin bætti svo bæði við gítar og hljómborði (sem tók við af harmónikkunni), því bjóða HB&K velkomin ný hljóð nútímatónlistar við þeirra eigin samfléttaða tónlistarstíl !  

Heiða Björg Jóhannsdóttir BALU, tónlistarmaður, klarinettuleikari, söngkona, tónskáld, músikþerapisti, tónlistarframleiðandi og fyrrum listdansari á skautum, fæddist í Reykjavík 1983. Hún hefur verið búsett 16 ár erlendis þar af 12 ár í Frakklandi og 5 ár í Marokkó.

Tónlistarnámið hóf hún 6 ára gömul við Tónlistarskóla Garðabæjar þá fyrst hjá Óskari Ingólfssyni. Sigurður Ingvi Snorrason, hennar aðal klarinettukennari, kenndi henni frá 14 ára aldri við Tónlistarskólann í Reykjavík fram til tvítugsaldurs, samhliða námi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Heiða Björg lét drauma sína rætast og flutti 20 ára gömul til Parísar í frekara nám. Þar lagði hún stund á framhaldsnám í klarinettuleik við ”Conservatoire Régional d'Aubervilliers-La Courneuve” undir leiðsögn Valérie Guéroult, músikþerapistanámi í CIM “Centre Internationnal de Musictherpie”, klezmertónlist hjá klezmermeistaranum David Krakauer, söng- og klarinettuleik í djassskólanum “Arpej” og einnig nám við kvikmyndatónsmíðar í “Concervatoire de Levallois.”


Í París stofnaði hún hljómsveit sína “Klezmer Kaos” 2007 en breytti nafninu í “Heiða Björg & the Kaos” árið 2014 til að opna fyrir tónlistarmöguleika sömdu verkanna með rokk, djass, og blús ívafi, meiri söngur, meiri saga, meiri rafhljóð og en meira fjör !

Heiða starfaði lengi við klarinettupptökur kvikmyndatónlistar með sinfóníuhljómsveitinni Symphonyfilm í París.  Nýjustu myndirnar eru: “La vérité si je mens 3” og “Qui a re tué Paméla Rose”. Einnig samdi hún tónlist heimildamydarinnar « N’oubliez pas que cela fût » eða „Ekki gleyma hvað gerðist!“ eftir Stéphan Mosckowitcz.

Músikþerapistastarfið hóf hún á barnaspítala “Necker” í París 2014. Starfið fólst í að styrkja og róa sjúklingana, fyrir og eftir uppskurð, ásamt því að sjá um aðstandendurna á meðan á aðgerðunum stóð. Seinna tóku við músikþerapistaverkefni í Marokkó.

Lífið í Marokkó gaf Heiðu mikinn innblástur við tónsmíðar, og upplifði hún einna helst sterka tengingu milli tónlistar sinnar og mannúðarmála, og það að “ein mannvera, hinum megin á hnettinum, sem þú þekkir ekki neitt, getur haft afskaplega mikil áhrif á líf þitt”. Söguna af því atviki er hægt að lesa á ensku undir myndbandi á YouTube á “coverlagi” HB&K á laginu “Human” eftir Rag’n Bone Man. Í stuttu máli er hægt að segja, að þökk sé því að Heiða veitti stórslasaðri, ókunnugri, ungri stúlku hjálparhönd, fékk Heiða aðgang að “gullnámu” en heimilda- og kvikmyndagerðamaðurinn Yann Arthus Bertrand bauð henni samstarf. Þá fékk hún fyrst og fremst aðgang af öllum loftmyndum sem hann hefur tekið af plánetunni Jörð í myndbandið “Human”, og er ein af fjórum manneskjum í öllum heiminum sem hefur hlotið þennan aðgang. En þar að auki bauð Yann Heiðu að vera fulltrúi Íslands og yfirblaðamaður fyrir kvikmyndina “Woman” sem kemur út á árinu 2020.  

Archibald:

“Archibald” mun sjá um upphitun, en Roxane Terramorsi, söngkona, var valin í hóp 5 listamanna sem fengu það áhugaverða tækifæri að taka þátt í "workshop" á afskaplega afskekktu svæði við norðurströnd Grænlands í heilan mánuð. “Þetta var óendanlega gefandi reynsla sem gerði okkur kleift að finna veruna sem býr í okkur, án aðstæðna, án fjölskyldu og án merkimiða. Sá sem „er“ þegar enginn horfir á hann: nakin sál sem titrar með sjálfri sér" eins og hún segir sjálf frá. Eitt verkanna sem hún vann á bátnum voru upptökur á myndbandinu fyrir lagið “Lady Carin” sem hún samdi með Nicolas Gardel.

Heiða Björg & the Kaos:
Heiða Björg Jóhannsdóttir Balu : söngur, klarinetta
Alexis Nersessian: píano
Charles Rappoport: fiðla
Nicolas Gardel: gítar
Simon Valmort: trommur
Sylvain Plommet: kontrabassi og rafmagnsbassi 

Archibald:
Roxane Terramorsi : söngur
Nicolas Gardel: gítar