Tix.is

Um viðburðinn

Gott fólk, þá er komið að því. Már Gunnarsson heldur Stór-Stórtónleika „Alive“ ásamt færustu hljóðfæraleikurum Póllands í Stapa 13.mars nk. Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að einn virtasti „producer“ þar í landi Hadrian Tabecki snýr aftur til Íslands ásamt átta frábærum tónlistarmönnum sérstaklega fyrir þetta tilfefni!


Margt hefur gerst hjá þessum unga tónlistarmanni og sundkappa undanfarna mánuði. Má þar nefna stórtónleika á erlendri grundu og þátttaka á stórum sundmótum erlendis með einstökum árangri!


Már hefur áunnið sér gríðarlega gott orð fyrir tónlist sína, íþróttaiðkun en það sem meira skiptir máli fyrir einlæga og fallega framkomu.


Már er svo heppinn að eiga sem systur hina undurfögru og geislandi söngkonu hana Ísold, og verður hún honum til halds og trausts á sviðinu! Gestasöngkona í ár er hin sjarmerandi Sigríður Thorlacius en hver þekkir ekki slagarann líttu sérhvert sólarlag og verður það að sjálfsögðu tekið fyrir. 

 
Almennt verður tónlistarstíllinn mjög fjölbreyttur og vonandi eitthvað fyrir alla t.d rokk, popp, country, latino, rapp, dægurlaga tónlist og instrumental-músík.


Undanfarnir tónleikar Más heppnuðust frábærlega í Stapa og í Póllandi fyrir fullu húsi því er það með miklu stolti sem við kynnum Stór-Stór Tónleikana „Alive“.

Athugið tónleikagestum býðst ókeypis rútuferð fram og til baka úr Reykjavík beint á tónleikana í boði Bus4U. Hægt er að tryggja sér sæti í rútunni hjá skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is, en Blindrafélagið skráir niður rútugesti. Farið er frá Hamrahlíð 17 klukkan 18:00 en rútan verður mætt korteri fyrir. Skráningafrestur fyrir rútusæti er til klukkan 16:00 fimmtudaginn 12 mars.         


Húsið og barinn opnar á slaginu 18:30 en sýningin hefst kl 19:30 og stendur yfir í tæpar 2 klst með 15 mínútna hléi. Miðaverð 3900 kr. Við hlökkum mikið til og vonumst til þess að sjá sem flesta.