Tix.is

Um viðburðinn

The Clinic, nútíma reiðlist A-Z
Portúgalski reiðlistamaðurinn Júlio Borba verður ásamt Olil Amble og Bergi Jónssyni, Gangmyllunni, með sýnikennslu í Fákaseli við Ingólfshvol í Ölfusi. Um er að ræða sýnikennslu í þjálfun hrossa frá hinum unga
hesti til hins eldri menntaða hests A-Z.
Undanfarin 12 ár hefur Júlio Borba kennt á Íslandi, hann hefur haft mikil áhrif á íslenska reiðmennsku sem og í Evrópu þar sem hann kennir. Aðferðir Júlio þykja snilldar góðar og er hann einstaklega hæfur kennari
sem á auðvelt með að ná til hvers knapa á hans forsendum. Júlio á auðvelt með að útskýra og er sterkur rauður þráður til staðar gegnum allt sem hann gerir.
Á sýnikennslunni koma fram reiðmenn og reiðkennarar sem hafa notið leiðsagnar Júlio og vinna eftir aðferðum hans ásamt Olil Amble og Bergi Jónssyni sem hafa verið í nánu samstarfi við Júlio Borba þau 12 ár sem hann hefur verið við kennslu á Íslandi.


Galashow
Viðburður þar sem einblínt verður á fallega reiðmennsku, tónlist og klæðaburð. Mörg spennandi og falleg atriði verða í boði undir stjórn Hafliða Halldórssonar, Júlio Borba, Olil Amble og Bergs Jónssonar.
Í fyrsta skiptið á Íslandi verður í boði Kvadrilla þar sem allar gangtegundir Íslenska hestsins verða sýndar ásamt æfingum. Kvadrilla er munsturreið þar sem fjöldi knapa tekur þátt. Hér verða nokkrir af færustu reiðmönnum Íslands undir stjórn reiðlistamannsins hins portugalska Júlio Borba.