Tix.is

Um viðburðinn

Er streitan að buga þig eftir desember brjálæðið?

Ertu kortér í kulnun í janúarmyrkrinu?

Örstutt í örmögnun í skammdeginu?

Ná í búðina eftir vinnu og elda kvöldmatinn og fara yfir heimalærdóminn og lesa fyrir svefninn.

Ná líka að fara í ræktina og jóga og hugleiða og lesa sjálfshjálparbækur og skrifa þakklætisdagbók.

Og baka fallegar múffur fyrir instagram til að fá nokkur læks. Samtímis þarf allt að vera spikk og span heima með flöffaða púða og túlípana í vasa á sprautulökkuðu eldhúsborði.

Kröfur nútímans eru að sliga okkur.


Daglegir gestir eru kvíðahnútur, þreyta, heilaþoka, svefnleysi, ör hjartsláttur og félagsleg einangrun.

Á námskeiðinu verður fræðsla um hvað er streita, hvernig streita kemur fram í líkama okkar, hegðun og atgervi.

Hvaða áhrif hefur langvarandi streita á andlega og líkamlega heilsu.

Allt frá þarmaflóru upp í hugsanir okkar.

Allt frá félagslífi upp í kvíða og þunglyndi.

Frá svefnleysi upp í minnisleysi.

Hvernig við getum styrkt grunnstoðir góðrar heilsu og mikilvægi þeirra til að koma í veg fyrir og stjórna streitu.

  • svefn
  • mataræði
  • hreyfing
  • hugarfar
  • félagslíf

Síðan er farið viðurkenndar aðferðir sem róa miðtaugakerfið og koma okkur úr streituástandi yfir í rólega kerfið í okkur.

Útfrá hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund (mindfulness) og öndun.

Þú ferð út vopnaður verkfærum sálfræðinnar, trixum og tólum af viðurkenndum aðferðum til að koma í veg fyrir og kljást uppbyggilega við streituvaldana í þínu lífi.

Viðhengjasvæði