Tix.is

Um viðburðinn

“Fulla Ferð 2020 – Mættu möguleikunum!” er viðburður til að setja markmið, nýta möguleika og grípa tækifæri árið 2020.

Fyrirlesarar eru félagarnir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður og fyrirlesari - og Helgi Jean úr hlaðvarpinu Hæ Hæ!

Vertu velkomin að hitta okkur í Hörpu laugardaginn 18. janúar 2020 frá kl. 14:30-16:30.

Verð: 6.900 kr.

UM VINNUSTOFUNA
Hvernig sérðu 2020 fyrir þér? Hvað langar þig til að gera? Af hverju?

Við félagarnir höfum báðir þurft að horfast í augu við að hafa sett fjölda markmiða sem aldrei náðust. Markmið sem enduðu á blaði ofan í skúffu - og sáu aldrei dagsins ljós.

Það sem skúffu-markmiðin áttu öll sameiginlegt var:
- Þau eimuðu af óskhyggju.
- Þau voru farinn á hnefanum með refsingum og skömmum.
- Þau lýstu sér í "þegar-veikinni" - þegar allt átti að vera fullkomið.

Það var ekki fyrr en við snerum þessu á koll - að við fórum að sjá markmiðin rætast. Lykilatriðið er einfalt:
- Ef manni líður vel - þá gerir maður góða hluti. -

Stærstu breytingingarnar voru þrjár:
- Við settum markmið sem komu úr þakklæti á sjálfum okkur - en ekki skorti.
- Við slepptum "hörkunni sex" og fundum styrk í mildinni.
- Við læknuðumst af þegar-veikinni - og settum fókus á vellíðan núna.

Á vinnustofunni verður farið yfir praktísk ráð til umbreytinga. Þetta er því ekki fyrirlestur- heldur vettvangur til að láta hlutina gerast. Við munum bjóða upp á eftirfylgni - og halda hvort öðru ábyrgu að standa við markmiðin okkar eftir vinnustofuna.

Hvað ætlum við að gera?

Sýn fyrir 2020 - Orkuþjófar - Orkugjafar - Gráa Svæðið - Föstur - Kuldaböð - Öndun - Hugleiðsla - og Þakklætislistar.

Við verðum með blað og penna- og hjálpum þér að láta hjólin snúast fulla ferð 2020!

FYRIR VINNUSTOFUNA
- Farðu yfir 2019 - og íhugaðu hvernig þér fannst það.
- Hvaða hlutir hafa virkað - hvað hefur ekki verið að virka?
- Íhugaðu hvernig þér vill líða árið 2020.

UM FYRIRLESARANA
Sölvi Tryggvason er fjölmiðlamaður, rithöfundur og fyrirlesari - með menntun í sálfræði.

Helgi Jean er sjálfstæður atvinnurekandi, rithöfundur og fyrirlesari - með tvær MSc gráður í viðskiptum.