Tix.is

Um viðburðinn

Karlakórinn Voces Masculorum er að eigin sögn langbesti og hógværasti karlakór landsins. Hann hefur um árabil aðallega sungið í jarðaförum en af tilefni 20 ára afmæli kórsins efnir hann til afmælistónleika svo að sem flestir landsmenn geti notið hans fagra, blíða og kraftmikla söngs. 

Á efnisskránni verða lögin við vinnuna (útfararsálmar) en einnig önnur hefðbundin karlakórsviðfangsefni, bæði innlend og erlend. 

Stjórnandi er Egill Gunnarsson og píanóleikari Tómas Guðni Eggertsson. 

Nánari upplýsingar um kórinn er á http://voces.is/ og https://www.facebook.com/VocesMasculorum/