Tix.is

Um viðburðinn

Múlinn Jazzklúbbur: Til heiðurs Wes Montgomery

Ásgeir Ásgeirsson, gítar
Agnar Már Magnússon, orgel og píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Erik Qvick, trommur


Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar heiðrar gítarleikarann Wes Montgomery. Á þessu ári eru 60 ár frá því að Wes gaf út plötuna “Incredible Jazz Guitar” sem var upphafið af goðsagnakenndri plötuútgáfu hans fyrir plötufyrirtækið Riverside. Meginuppistaða í plötuútgáfu Montgomery voru jazzstandardar og eigin tónsmíðar en á síðari hluta ferilsins gaf hann einnig út popplög í eigin útsetningum. Wes er án efa einn áhrifamesti jazzgítarleikari sögunnar. Á þessari notalegu kvöldstund verður stiklað á stóru í tónum og tali og farið verður yfir hljóðritunarferil Montgomery sem spannaði innan við áratug, hann lést langt um aldur fram árið 1968, aðeins 45 ára gamall.