Tix.is

Um viðburðinn

The Roaring Twenties
Eiríkur Orri Ólafsson, trompet
Kristján Martinsson, píanó
Andri Ólafsson, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur

“The Roaring Twenties” vísar til þriðja áratugar 20. aldar í vestrænu samfélagi og menningu. Tímabilið einkennist af efnahagslegri velmegun í Evrópu og Bandaríkjunum og er einnig upphafið að blómaskeiði jazzins. Á tónleikum verður haldið upp á 100 ára útgáfuafmæli tónsmíða sem gefin voru út árið 1920. Titlar eins og My little Margie, Avalon og The Japanese Sandman munu vera á efnisskránni.