Tix.is

Um viðburðinn

ÍSLENSKA

Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland árið 2020. Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli. Í hverjum mánuði er skemmtikröftunum skipt út og nánar má lesa um hverja sýningu fyrir sig og ferðalagið allt á www.bukalu.net.


Á Akranesi koma fram:

Burlesque- og eldlistakonan Aurora Galore frá Englandi, akureyska dragundrið Gógó Starr, sverðgleypirinn og óhuggulegi trúðurinn Jellyboy the Clown, burlesqueskvísan Silver Foxy, kabarettan Bibi Bioux og Margrét sjálf. 

Miðaverð er aðeins 2900 í forsölu, en 3900 við hurð.

Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem hræðast undur mannslíkamans. Hún hentar einstaklega vel fólki sem tekur lífinu létt, en fíflagangi grafalvarlega.