Tix.is

Um viðburðinn

Gestaboð Kristjönu Arngrímsdóttur í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík hafa notið gífurlegra vinsælda frá því þau höfu göngu sína haustið 2018. Gestir hennar hafa m.a. verið þau Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Sigríður Thorlacius og Friðrik Ómar. Gestaboð næsta árs hefjast með krafti því fimmtudaginn 27. febrúar verður gestur hennar enginn annar er Gunnar Þórðarson sem ekki þarf að kynna frekar, en hann hefur verið einn afkastamesti og vinælasti lagahöfundur og tónlistarmaður þjóðarinnar í meira en hálfa öld, en Gunnar fagnar 75 ára afmæli sínu í janúar. Þau Kristjana og Gunnar munu eingöngu flytja tónlist Gunnars og verður gaman að heyra hvernig þau nálgast lögin, en þarna munu hljóma mörg hans þekktustu lög. Meðleikarar verða að vanda þeir Örn Eldjárn á gítar og Jón Rafnsson á bassa.
Flytjendur:
Gunnar Þórðarson – gítar og söngur
Kristjana Arngrímsdóttir – söngur
Eyþór Ingi Jónsson - píanó
Jón Rafnsson – bassi