Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar Fóstbræðra 2019

Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Langholtskirkju föstudaginn 20.desember kl. 19:30.

 

Á efnisskránni verða innlend og erlend kórverk, gömul og ný, sem tengjast jólum og hinu eilífa ljósi.

 

Stjórnandi: Árni Harðarson

Meðleikari: Tómas Guðni Eggertsson

Einsöngvarar úr hópi kórmeðlima.

 

Verð aðgöngumiða er 3.900 kr. Miðasala á tix.is

 

Yfirskrift tónleikanna “STAFA FRÁ STJÖRNU“  er fyrsta línan í kvæði Matthíasar Jochumssonar sem upphaflega heitir„Á jólum 1904“. Árni Harðarson stjórnandi kórsins samdi lag við kvæðið og var það jólalag ríkisútvarpsins árið 1998.

 

Einn kórfélagi, Tryggvi Tryggvason grafískur hönnuður, er höfundur jólafrímerkja Íslandspóst í ár. Fyrirmynd frímerkjanna eru tvö gömul íslensk jólatré sem eru varðveitt á Byggðasafni Árnesinga. Fóstbræður hafa af því tilefni fengið leyfi til þess að nýta sér sömu fyrirmynd sem myndræna umgjörð tónleikanna. Verður annað jólatréð í öndvegi á tónleikunum en það á rætur sínar að rekja austur í Gaulverjabæjarhrepp.