Tix.is

Um viðburðinn

LOST DESERT Nordic Voyage Takeover - Austurstræti 7 - 27. desember


Nordic Voyage Recordings stendur fyrir útgáfupartýii þann 27. Desember þar sem NVR munu taka algjört takeover á Austurstræti 7. Bætt verður við hljóðkefi hússins og mun NVR lofa gestum sínum frábæru kvöldi í hljóði og upplifun.


Þetta verður þvílík veisla þar sem tónlistin verður í hávegum höfð og mun enginn annar en hinn dulúðlegi, belgíski tónlistmaður og plötusnúður Lost Desert koma fram. Ásamt honum munu stofnendur NVR, Björn Salvador og Leon S. Kemp koma fram sem og þeir Bensol og KrBear.


Tónlist Lost Desert er djúp og melankólísk house tónlist þar sem hann fléttar inn meistaralega seiðandi taktföstum tónum sem er hlaðið af djúpum tilfinningum, sem hann nær svo að koma frá sér með smitandi hamingju alveg frá upphafi til enda og það er ekki hægt annað en hrífast með og gleyma sér inn í dansinn.


Undanfarin ár hefur Lost Desert verið að vinna mikið með Lee Burridge og gefið út tónlist undir útgáfufyrirtækjum hans Lee Burridge, All Day I Dream og Trybes Of.


Lost Desert og Lee Burridge eru án efa tveir af stærstu nöfnunum í þessari stefnu í dag.