Tix.is

Um viðburðinn

Aðventutónleikar Flugfreyjukórs Icelandair hafa fest sig í sessi hjá mörgum, sem hefð á aðventunni.

Flugfreyjukór Icelandair er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma reglulega saman til æfinga yfir vetrartímann.

Á síðastliðnum árum hefur skapast hefð fyrir því að kórinn fari á flakk á aðventunni og hefur hann m.a. sungið fyrir flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember við einróma lof.

Flugfreyjukórinn hefur komið víða fram í gegnum tíðina. Frá árinu 2007 hefur kórinn sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair tvisvar á ári. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012.

Einnig má nefna Kaupmannahöfn en þar söng kórinn á Tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga og ekki má gleyma kórakeppni í þáttunum Kórar Íslands árið 2017 og gaf það kórnum einstaka reynslu sem nýtist vel til framtíðar.

Hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á Aðventutónleikunum 9. desember kl.20 í Laugarneskirkju.

Boðið verður upp á kakó og piparkökur í Safnaðarheimili kirkjunnar að tónleikum loknum.

Kórstjóri: Magnús Kjartansson.

Píanó: Agnar Már Magnússon.

Bassi: Ingólfur Magnússon.

Einsöngur: Flugfreyjurnar Jana María Guðmundsdóttir og Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir.


Heimasíða kórsins: https://www.facebook.com/groups/82973877701/

 

Viðburður: https://www.facebook.com/events/1498471123625339/