Tix.is

Um viðburðinn

HAM snúa aftur, nú háværari og hættulegri en nokkru sinni fyrr.

Sannarlegir stórtónleikar í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur 24. janúar 2020

Eftir að HAM spiluðu sögufræga tónleika á skemmtistaðnum Tunglinu, brann staðurinn. Duus-hús, CBGB’s og Nasa voru rifinn. Broadway Underground og 1929 á Akureyri brunnu. Nú síðast gerðu náttúruöflin sitt besta til þess að sökkva Feneyjum í sæ í kjölfar sögulegra tónleika HAM í borginni í sumar.

HAM hefur haldið sig til hlés undanfarið og ekki spilað á Íslandi í tæp tvö ár. Þessi óskasveit íslensks rokks hefur safnað kröftum og þróað sína list að mestu fyrir luktum tjöldum.

Nýjir tónar

Þann 24. janúar 2020 breytist allt. HAM boðar til stórtónleika í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar mun HAM sýna gamalkunna kraftatakta og messa yfir sálum og hári eins og þeim einum er lagið. Auk þess verður frumflutt verkið Chromo Sapiens sem HAM samdi í samstarfi við Skúla Sverrisson og listakonuna Hrafnhildi Arnardóttur aka Shoplifter en samnefnd sýning hennar sem unnið hefur hug og hjörtu listaheimsins á Feneyjartvíæringnum verður opnuð í safninu daginn áður.

Klassískir tónar

Hér verða tímamót í Rokksögunni. Missið ekki af HAM útfæra mörk rokktónlistarinnar. Upplifðu meistarana endurnýja kynnin við sína bestu og sígildustu þrumuópusa. Hafir þú efast um að 21. öldin væri hafin þá verður hún svo sannarlega á fullu gasi þann 24. janúar. Ball aldarinnar. Sýning sem augun munu ekki trúa og þú mátt ekki missa af.