Tix.is

Um viðburðinn

Hinn eini sanni Harold Burr býður upp á einstakt kvöld með Amerískum jólum. Þetta er þriðja árið sem Harold býður uppá jólasöng í Hannesarholti og að þessu sinni leikur Sveinn Pálsson með á gítar. Sígildir amerískir jólasöngvar í túlkun Harolds, sem lætur fáa ósnortna. Harold sækir í smiðju Nat King Cole, Dean Martin, Stevie Wonder, Michael Jackson og fleiri og fleiri þekktra Amerískra söngvara.

Harold Burr er alinn upp í Los Angeles en hefur búið á Íslandi í yfir 20 ár með fjölskyldu sinni. Hann kom hingað til lands í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Platters árið 1997 þar sem hann var ungur söngvari. Hann kynntist eiginkonu sinni Díönu í þeirri ferð, og síðan var ekki aftur snúið. Hann starfar sem kokkur ásamt því að sinna tónlistinni.

Þriggja rétta kvöldseðill verður í boði í veitingastofum Hannesarholts á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is