Tix.is

Um viðburðinn

Allt verður lagt undir á útgáfutónleikum Benna Hemm Hemm í Tjarnarbíói 31. janúar. Leikin verða lög af nýrri plötu - sem kemur út sama dag - og gefst þarna tækifæri til að heyra þau í bestu mögulegu aðstæðum en einnig verður fleira á dagskrá og ber þar helst að nefna góða gesti sem koma munu fram: Prins Póló, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kött Grá Pje ofl.

Salnum í Tjarnarbíói verður umturnað í ólýsanlegu sjónarspili sem verður í höndum sviðsstjórans Abigail Portner, sem starfar m.a. með Animal Collective og John Cale. Kvikmyndatökumaðurinn Hákon Pálsson snýr ljósagaldrasprotanum, upptökustjórinn og rokkstjarnan Albert Finnbogason er hljóðstjóri og Ásrún Magnúsdóttir sér um kóreógrafíu.