Tix.is

Um viðburðinn

Í vor sendi kjallarapoppsveitin Andy Svarthol (Egill og Bjarki Viðarssynir) frá sér sína fyrstu breiðskífu, Mörur. Þann 22. nóvember næstkomandi verður platan áþreifanleg í veglegri vínylútgáfu. 

Af því tilefni verður hún flutt í heild sinni á útgáfutónleikum í Hressingarskálanum og í þokkabót seld á sérstöku tilboðsverði. Bragi Páll Sigurðarson les úr nýútkominni skáldsögu sinni, Austur, og fleiri atriði verða tilkynnt síðar. Það er ekki á hverjum degi sem Andy Svarthol kemur uppúr bönkernum svo búast má við eftirminnilegum kvöldstund þar sem allir angar verða úti, bókstaflega. 

Komið og fagnið með okkur!