Tix.is

  • 27 til 28 febrúar
  • 9:30 til 18:00
Um viðburðinn

Öld persónulegrar ábyrgðar – ráðstefnunámskeið

Nútíminn gerir sífellt meiri kröfur á hvern og einn um að finna sér farveg og njóta lífsins. Hver er stefna, tilgangur og markmið einstaklingsins? Á fólk að setja sér stefnu og markmið, finna upp sitt eigið starf, eiga frumkvæði, finna lausnir, bjarga heiminum? Sjálfsákvörðunarréttur einstaklinga hefur aukist. Áður fyrr bjó hver og einn ekki að sama sjálfræði og nú. Fólki var iðulega stjórnað af verkefnabeiðnum yfirmannsins og kröfum þjóðfélagsins.
Hvernig sköpum við vellíðan í lífinu á tímum sítengingar við netið og aukins álags í vinnu og einkalífi? Hvernig getum við hlustað á okkur sjálf og heyrt það sem að skiptir okkur máli og við höfum ekki tekið eftir fyrr? Forðumst að lifa út frá hugmyndum og löngunum annarra, látum fagtengda kvilla ekki ná tökum á okkur.
Ráðstefnunámskeiðið „Öld persónulegrar ábyrgðar“ verður haldið í Kríunesi, Kópavogi, þann 27. febrúar 2020 kl 9.30 til 18.00. Kaffi og léttur hádegisverður innifalinn í ráðstefnugjaldi.
Fyrirlestrar, æfingar, hópsamtöl, umbreyting og ný sýn. 

Mary Colleran er einn af allra fremstu dáleiðslu-meðferðaraðilum Írlands. Eftir nám í sálfræði sérhæfði hún sig í dáleiðslu og ráðgjöf. Hún hefur náð miklum árangri í vinnu sinni og leggur áherslu á samkennd og þroska einstaklingsins í síbreytilegu umhverfi. Mary er vön að vinna með fíkn m.a. vinnufíkn, sjálfssamþykki og sjálfstraust. Hún mun kenna okkur um vitundina og hvernig hægt er að stunda uppbyggilega sjálfsmótun.

Ragnheiður Aradóttir er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá ICF og á að baki yfir 2000 tíma í markþjálfun. Hún þjálfar til jákvæðra umbreytinga og vaxtar – að ná fram þessu extra! Hún er með dip. master í jákvæðri sálfræði frá HÍ, Msc. nám í mannauðsstjórnun frá HÍ Hún er sérrfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining & PROcoaching sem býður upp á markþjálfun, námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra. Hún hefur 14 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 7.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.
Hún er fyrrverandi formaður Félags Markþjálfa á Íslandi og núverandi varaformaður FKA ásamt eiginmanni sínum rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents. Hennar mottó er;„Við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður"

Melanie Allen er samskiptaráðgjafi í viðskiptalífinu og hefur kennt þýsku og ensku í 20 ár. Melanie er sérþjálfuð í frásagnaraðferðum út frá hugmyndum bandaríska sálfræðingsins Milton Erickson, sem hún lítur á sem mikilvæg verkfæri tjáningar, sjálfsskoðunar og menningarsköpunar. Melanie telur að fólk læri best á þeim sviðum vitundarinnar sem eru fyrir utan venjulegt vökuástand. 

Finnur Þ. Gunnþórsson hefur skipulagt og haldið hvatningarnámskeið frá árinu 2006. Hann leggur áherslu á að við tökum eftir því sem við erum ekki vön að taka eftir sem gleður okkur og veitir hugrekki og drifkraft. Hann hefur lesið og kynnt sér hamingjurannsóknir og jákvæða sálfræði og beitt hvoru tveggju í rúman áratug. Hann er með meistaragráðu í hagfræði og viðskiptastýringu með sérsvið í markaðsfræði og stjórnun frá CBS í Danmörku, er ICF vottaður markþjálfi og fl. Hann hefur verið í stjórn ICF Iceland og fleiri félagasamtaka svo sem TEDxReykjavík.

Verð 22.500 kr.