Tix.is

Um viðburðinn

Konur og krínólín er tískusýningin sem allir hafa beðið eftir! Uppistand, fræðsla, dans, gleði og gaman. Hér stíga á stokk 9 glæsilegar og fjölhæfar leikkonur sem skemmta áhorfandanum með litríkum klæðum í stanslausu gleðikasti. Edda Björvinsdóttir er dresser í ónefndri höll, hvar ónotaður “runway” pallur vaknar til lífsins. Konurnar streyma fram í klæðum mismundandi tímabila.
Búningar í umsjá Helgu Björnsson og verkstjórn í höndum Eddu Björgvins og Eddu Þórarins

Sýningin er um klukkustund.

Afmælisafsláttur ef keypt er á báðar sýningar.

Leikhúslistakonur 50+ fagna nú fimm ára afmæli með tveim sýningum: Dansandi ljóð í janúar og Konur og krínólín í febrúar. Afmæliskort (gjafakort) á báðar sýningarnar kostar 7.000,- kr

Hægt er að kaupa miða á báðar sýningarnar hér!