Tix.is

Um viðburðinn

Við bjóðum ykkur velkomin í heilandi og endurnærandi upplifun fyrir skilningsvitin með jóga, hreinum kjarnaolíum, 100% kakói frá Guatemala og tónheilun með gongi, alkemíukristalskálum og fleiri hljóðgjöfum.

Þessi upplifun er sú fimmta af sjö þar sem við vinnum með hverja orkustöð fyrir sig. Nú er það hálsstöðin sem tengist tjáningu, sköpun og samskiptum. Ekki er nauðsynlegt að hafa komið á aðra viðburði og viðburðurinn fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Eva Dögg Rúnarsdóttir og Kamilla Ingibergsdóttir jógakennarar og "wellness" nördar leiða ykkur í gegnum þetta ferðalag.

Upplifunin kostar 5000 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að bóka fyrirfram.

Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Kakó er blóðflæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Hér má lesa nánar um kakó, http://bit.ly/hvaderkako.

Kjarnaolíurnar frá Young Living eru hreinar og í hæsta gæðaflokki. Þær bera tíðni plantnanna sem þær eru unnar úr og hafa heilandi áhrif og lækningarmátt. Olíurnar eru sérvaldar með tilliti til þema tímans.