Tix.is

Um viðburðinn

Dúettinn GG Blús heldur tónleika á veitingarstaðnum Hard Rock Café við Lækjargötu, laugardagskvöldið 16. nóv.

Guðmundur Jónsson (gítar/söngur) og Guðmundur Gunnlaugsson (trommur/söngur) munu leika jöfnum höndum eigin ópusa af nýju plötunni sinni PUNCH - sem hefur hlotið glimrandi dóma - og vel valdar blús-rokk ábreiður genginna kynslóða.

Þeir félagar hafa getið sér gott orð fyrir tónleika sína undanfarin misseri. Þar sem frumleg nálgun þeirra á margnotuðum blús-rokk-minnum kallast vel á við þeirra eigið frumsamda efni. Áttu þeir t.d. góða innkomu á Blúshátíð Reykjavíkur fyrr á árinu svo eftir var tekið.