Tix.is

Um viðburðinn

Doris Uhlich bauð dansaranum og kóreógrafernum Michael Turinsky að rannsaka líkamann,
líkamleika hans, orku og alsælu með sér. Hvaða hreyfingar virka eins og batterí fyrir Michael
Turinsky til að endurhlaða líkama hans? Hvert fer líkaminn á meðan batteríin eru að hlaðast? Fólk
með líkamlegar skerðingar eru vanalega ekki tengd við hugmyndir um orku, losun orku eða alsælu -
við tengjum þau við innsprengingu í stað sprenginga, kyrrstöðu í stað ferlis. Með því að taka upp
hljóð rafmagnshjólastóls samstarfsaðila síns, með því að stækka þau og skapa úr þeim þunga teknó
takta, framleiðir Doris Uhlich orku sem á sama hátt gagntekur Michael Turinsky.


Orkur færast á milli og umbreytast, skapa samtal eða jafnvel samband á milli manns og véla, alsælu
og forms, hleðsla og losun lifna við. Ravemachine er verkefni þar sem tveir líkamar hittast og
sameiginlega hafa áhrif hvorn á annann, skiptast á töktum og þarafleiðandi víkka út sína eigin
líkamlegu ævisögu


"Við mótum dýnamik orkunnar." Michael Turinsky
Við leitum að hreyfingum sem hlaða líkamann upp eins og batterí. Leikhúsið snýst um að deila,
umbreyta og skiptast á orkum á milli allra þátta - listamanna áhorfenda, véla og hljóða." Doris Uhlich

Kóreógrafía: Doris Uhlich
Flutningur: Michael Turinsky & Doris Uhlich
Ljósahönnun: Gerald Pappenberger
Hljóðhönnun: Boris Kopeinig
Framleiðsla: Theresa Rauter & Christine Sbaschnigg / insert (Theaterverein)
Meðframleiðsla: brut, WUK performing arts & insert (Theaterverein)
Alþjóðleg dreifing: Something Great
insert (Theaterverein) er stutt af menningarráði Vínarborgar.
Frumsýnt: 20/10/2016 brut Wien