Tix.is

Um viðburðinn

Í Verki nr. 1,5 er áhorfandanum boðið inní marglaga heim hreyfingar og hljóða. Heim þar sem hreyfingin er skörp og skýr en full angist og átaka. Þetta er heimur mótsagna þar sem nándin og fjarlægðin renna saman í eitt og rafmagnað samband þess innra og ytra er kannað.

Verk nr. 1,5 er annað dansverkið í samnefndri röð verka eftir danshöfundinn Steinunni Ketilsdóttur sem sprettur upp af rannsóknarverkefninu EXPRESSIONS: virði og vald væntinga í dansi þar sem stöðugt er leitað að hinum dansinum, okkar dansi.


Höfundur / Choreography: Steinunn Ketilsdóttir

Flytjandi / Performer: Snædís Lilja Ingadóttir

Tónlist / Music: Áskell Harðarson

Búningur / Costumes: Alexía Rós Gylfadóttir

Ljós / Lights: Kjartan Darri Kristjánsson

Verkefnisstjóri / Project Manager: Erla Rut Mathiesen