Tix.is

Um viðburðinn

Bikarmót IFBB – Alþjóðasambands líkamsræktarmanna fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Laugardaginn. Liðin eru 25 ár frá fyrsta fitnessmótinu sem haldið var hér á landi og því þykir við hæfi að halda upp á tímamótin norðan heiða á Akureyri. Fitnessíþróttin á sterkar rætur þar og lengi vel voru Íslandsmótin haldin þar.

Um 40 keppendur munu stíga á svið á laugardaginn. Keppnin hefst með stuttri forkeppni þar sem allir flokkar koma fram í fyrstu lotu. Áætlað er að forkeppnin taki um 90 mínútur en spennan verður í hámarki þegar úrslitin sjálf hefjast klukkan 18:00.

Miðaverð er 3.500, – á viðburðinn og gildir miðinn á bæði forkeppnina og úrslitin. Miðaverð fyrir 12 ára og yngri er 1.500,-