Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar Xins 977 í samvinnu við Reykjavík Ink og Tuborg
Fara fram föstudaginn 6. Desember
Eftir 2 ára frí er loksins komið að því að hefja aftur þessa ógelymanlegu og margrómuðu jólatónleika. Xmas eru löngu orðnir goðsagnakenndir jólatónleikar þar sem margar af helsu hljómsveitum Íslands hafa troðið í gegnum árin. Nægir þar að nefna Maus,Ensími, Botnleðju, Mínus og Brain Police
Dagskráin í ár gefur fyrri árum eftir eftir.
Fram koma meðal þetta árið
Herra Hnetusmjör
Vintage Caravan
Dimma
Emmsje Gauti
Blóðmör
Rock Paper Sisters og Hipsumhaps

Takmarkað magn miða er í boði og hvetjum við því alla til þess að tryggja sér miða í tækatíð.

Allur ágóði tónleikana rennur til Frú Ragnheiðar skaðamínkunarverkefni á vegum Rauðakross Íslands

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, var sett á laggirnar árið 2009 og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Frú Ragnheiðar bíllinn er sérinnréttaður til að veita slíka þjónustu á vettvangi og þjónustar einstaklinga á öllu höfuðborgarsvæðinu sex kvöld í viku frá 18:00-21:00. Þrír sjálfboðaliðar standa vaktina í bílnum, ávallt einn heilbrigðismenntaður, og læknar taka bakvaktir til að styðja við vaktina.

Að auki fá skjólstæðingar sem leita til bílsins hlý föt, næringu, svefnpoka, tjalddýnur, sálrænan stuðning og ráðgjöf.