Tix.is

Um viðburðinn

Þeir Ingó og Gummi Tóta eru Eyjamönnum heldur betur af góðu kunnir. Ingó hefur um árabil séð um brekkusöng Þjóðhátíðar og þá er Gummi fyrrum leikmaður ÍBV. Í fyrra voru þeir bræður með frábæra tónleika á Selfossi rétt fyrir jólin og verður leikurinn endurtekinn í ár. Í samstarfi við ÍBV verða svo tónleikar í Eyjum svo allir ættu að geta farið í góðu stuði í jólin.