Tix.is

Um viðburðinn

Auður heldur tónleika!

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember 2018 sem ber heitið Afsakanir sem fékk frábærar viðtökur og var valin plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2019. Í sumar gaf hann út lagið Enginn eins og þú sem endaði á toppsætum vinsældarlista útvarpsstöðva og streymisveita og slegið hvert metið á fætur öðru. Auður hefur spilað ásamt hljómsveit út um allt land í ár og auk þess sem hann kom fram á Hróarskeldu í sumar. Auður ætlar að enda árið með stæl í Gamla Bíói og Græna Hattinum. Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og hann hlakkar til að koma aftur fram í Gamla Bíó eftir frábæra útgáfutónleika þar í mars síðastliðnum.


Hljómsveitina skipa:

Daníel Friðrik Böðvarsson - Rafgítar og rafbassi

Ellert Björgvin Schram - hljómborð og rafbassi

Magnús Jóhann Ragnarsson - hljómborð og hljómsveitarstjórn

Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Trommur