Tix.is

Um viðburðinn

Matthías á afmæli en það vill svo til að afmælisdagurinn hans er einnig hinn árlegi heimsendadagur og hver veit nema hann gangi eftir í þetta skiptið. Nú hefst veislan, kökurnar eru komnar á borðið og gestirnir eru byrjaðir að mæta og enginn veit hver afleiðingarnar verða. Heimsendir er dystópískt leikverk í leikstjórn Arons Martins sem skoðar ástandið sem ríkir þegar heimsendir er orðinn árlegur viðburður og hver viðbrögð okkar eru við ástandinu.