Tix.is

Um viðburðinn

ARG viðburðir kynna með stolti:

ALDAMÓTATÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI.

Fannst þér gaman að fara á ball eða horfa á popptíví?

Sástu Í svörtu fötum í Njálsbúð, Skímó á Broadway, Írafár á Gauknum, Land og syni í Sjallanum eða Buttercup á Breiðinni?

Langar þig að sjá og heyra lög með þessum böndum flutt live?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum ertu stálheppin/n því 19. og 20. júní 2020 ætlar landslið íslenskra popparra að troða upp í Háskólabíói.

Þau sem fram koma eru:

Jónsi - Í svörtum fötum
Birgitta Haukdal - Írafár
Sverrir Bergmann
Hreimur - Land & Synir
Gunni Óla - Skítamórall
Einar Ágúst - Skítamórall
Valur - Buttercup
Íris Kristins - Buttercup

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því flest af þessum böndum og söngvurum eru ennþá í fullu fjöri og starfandi sem tónlistarfólk.

Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.

Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.

Miðaverði er stillt í hóf og er frá 3.990 kr.

Þúúúúú, ég vil vera eins þú…..