Tix.is

Um viðburðinn

Þriðja plata tónlistarmannsins Ásgeirs kemur út 7. febrúar 2020. Í kjölfarið heldur hann í tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin en fyrst mun hann halda stórtónleika fyrir samlanda sína í Háskólabíói laugardaginn 1. febrúar.


Á nýrri plötu snýr Ásgeir aftur með íslenskt efni en öll platan verður fáanleg bæði á íslensku og ensku. Á Íslandi kemur platan út undir nafninu „Sátt“ en enska útgáfa plötunnar ber titilinn „Bury The Moon“. Á sama tíma og hann vann að gerð plötunnar ákvað hann að fara í tónleikaferð um landið til að prufukeyra nýju lögin. Með gítarinn einan að vopni og vin sinn Júlíus Aðalstein Róbertsson sér til halds og traust lék hann látlausa tónleika um allt land fyrir fullu húsi og við frábærar undirtekir. Nú er liðið rúmt ár síðan, platan er fullunnin, einhver lög hafa bæst við og önnur dottið út. 


Á tónleikunum í Háskólabíói fær fólk að heyra afraksturinn undir allt öðrum kringumstæðum en á látlausu sumartónleikunum 2018. 


Ásgeir kemur fram með hljómsveit sinni sem skipuð er þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Júlíusi Aðalsteini Róbertssyni, Helga Svavari Helgasyni og Þorsteini Einarssyni. Einnig kemur brassatríóið Óskar Guðjónsson, Samúel Jón Samúelsson og Kjartan Hákonarson við sögu.