Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitirnar Óværa og Horrible Youth eiga það sameiginlegt að hafa á dögunum gefið út sína fyrstu plötu. Þar sem meðlimir eru mestu mátar ákváðu þeir að taka saman höndum og sameina krafta sína í að skapa viðburð sem enginn rokkþyrstur einstaklingur ætti að láta fram hjá sér fara. Hljómsveitirnar feta ólíkar slóðir í tónlistarsköpun sinni en eiga það sameiginlegt að vera orkumiklar á sviði og ætti þessi gjörningur því að höfða til ansi breiðs hóps.

Þetta kvöld verður lengi í manna minnum og því er hvatt til að enginn sofi á verðinum og missi af.


Megi djöfulgangurinn lengi lifa!