Tix.is

Um viðburðinn

Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar verða haldnir í sautjánda sinn 14. nóvember næstkomandi í Grafarvogskirkju.
Að venju verður glæsilegur hópur tónlistarfólks, sjá www.fjorgyn.is og Facebook.
Þessir einstöku tónleikar eru í hugum fjölmargra orðinn ómissandi hluti af menningarlífi haustsins og upptaktur að jólastemningu desembermánaðar. Áheyrendur hafa vanist því að einungis framúrskarandi tónlistarmenn stígi á svið til að skapa glæsilega tónlistarveislu til stuðnings góðu starfi á Barna- og unglingageðdeild LSH.

Flytjendur í ár verða:

Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Eir og Regína Ósk
Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson
Karlakór Reykjavíkur, Friðrik S. Kristinsson
Þuríður Sigurðardóttir og Sigurður Pálmason
Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson
Sætabrauðsdrengirnir
Þóra Einarsdóttir
Helgi Björnsson
Greta Salóme
Jón Jónsson


Undirleikarar: Hilmar Örn Agnarsson og Matthías Stefánsson
Kynnir verður Gísli Einarsson