Tix.is

Um viðburðinn

Hér teflir leikstjórinn Fatih Akin fram hrottafenginni kvikmynd byggða á sannri sögu fjöldamorðingja sem gekk laus í Hamborg á áttunda áratugnum. Sturlaður, áfengissjúkur og afmyndaður Fritz Honka myrðir vændiskonur undir ljúfum þjóðlagasöng Þýskalands, og ódaunninn úr íbúðinni hans finnst alla leið inn í bíósalinn. Þetta er án efa ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!

Myndin var tilnefnd til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinní Berlinale árið 2019.

Frumsýnd 25. október - sýnd til skiptis með íslenskum eða enskum texta!
Sýningartímarnir hérna eru EINGÖNGU fyrir sýningar með ENSKUM texta.
Þú getur kynnt þér sýningar með ÍSLENSKUM texta með því að ýta HÉRNA!