Tix.is

Um viðburðinn

Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu, eftir Jerry Boch við texta Sheldon Harnick, er meðal þeirra söngleikja sem oftast hafa verið settir upp á heimsvísu og því er óhætt að segja að hann sé einn vinsælasti og elskaðasti söngleikur allra tíma.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Óperufélagið Norðuróp leiða saman hesta sína í þessari uppfærslu í tilefni af 20 ára afmæli beggja.

Tónlistin í Fiðlaranum er létt og skemmtileg og meðal þekktra laga eru „Ef ég væri ríkur“ og „Sól rís, sól sest“.

Söngleikurinn segir frá Tevje mjólkurpósti, fjölskyldu hans og samferðafólki í litla þorpinu Anatevka í Rússlandi árið 1905.

Í Anatevka eru siðvenjur og hefðir fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur, sem þurfa eiginmenn. Jenta hjúskaparmiðlari gerir sitt besta til að það gangi eftir, en hlutirnir fara á annan veg þar sem dæturnar fara ekki eftir vali Jenta eða foreldra þeirra.

Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, hjartnæmur, alvarlegur en mest af öllu fyndinn og stórskemmtilegur söngleikur, með grípandi tónlist.

Söngleikurinn verður fluttur í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ, í fullri leikhúsuppfærslu.

Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum af Suðurnesjum, alls um 50 manns.

Hljómsveitarstjóri er Karen J. Sturlaugsson og leikstjóri Jóhann Smári Sævarsson. Til að sjá hlutverkaskipan eftir sýningardögum smelltu HÉR.

Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar:

Föstudagur 15. nóvember kl. 19:00: Frumsýning
Laugardagur 16. nóvember kl. 19:00: Önnur sýning
Sunnudagur 17. nóvember kl. 19:00: Þriðja sýning