Tix.is

Um viðburðinn

Ungleikur

Sýnt 5. & 6. nóvember

Ungleikur er árlegt samansafn af örverkum, sköpuð og flutt af ungu fólki. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2012 í þeim tilgangi að gefa ungum skáldum og leikurum vettvang til þess að sýna vinnu sína. Nú hefur framtíðar fólk leikhússins unnið hörðum höndum við það að setja upp leiksýningu í Borgarleikhúsinu. Í ár er eru fimm örverk sýnd saman á einu kvöldi, öll frumsamin eftir tilvonandi íslensk leikskáld.

Auglýst var eftir verkum samin af ungum skáldum. Innsend verk fóru til valnefndar sem samansett var af fagaðilum úr sviðslistaumhverfi. Eftir stóðu fimm verk til sýningar. Höfundar þeirra ákváðu síðan sjálfir hvort þeir leikstýrðu verkunum eða fengu annan ungan einstakling til þess.

Haldnar voru opnar leikaraprufur þar sem leikstjórar völdu leikara. Listrænn stjórnandi aðstoðaði síðan leikstjóra við að fínpússa verkin.

Verkin í ár eru:

Strákavandamál

eftir Ingu Steinunni Henningsdóttur

Þrjár vinkonur verka fisk á daginn en gráta sig í svefn á næturnar.

Leikstjóri: Björg Steinunn Leikarar: Álfrún Laufeyjardóttir, Kolka Heimisdóttir og Vigdís Halla Birgisdóttir

 

Þrotabú fyrir einhleypa

eftir Bjart Örn Bachmann

Guðbjörg og Trausti ætluðu bara að eiga ósköp venjulegan dag á skrifstofunni.

Leikstjóri: Bjartur Örn Bachmann Aðstoðaleikstjóri: Una Torfadóttir Dramatúrg: Erna Mist Leikarar: Hafsteinn Níelsson & Jóhanna Steina Matthíasdóttir

 

Gíraffinn

eftir Magnús Thorlacius

Gunnar var búinn að vaxa uppúr gíraffaæðinu sínu en þegar að hann sér fimm metra háan gíraffa til sölu vakna barnæskudraumar hans á ný.

Leikstjóri: Magnús Thorlacius Aðstoðarleikstjóri: Anna Róshildur Benediktsdóttir Leikmyndahönnuður: Egle Sipaviciute Tónlistarstjóri: Hákon Örn Helgason Einleikari: Jökull Smári Jakobsson  Leikarar: Andrea Urður Hafsteinsdóttir,Anna Róshildur Benediktsdóttir, Arngunnur Hinriksdóttir, Fanney Ágústa Sigurðardóttir, Heiða Rún Jónsdóttir, Katla Pétursdóttir og Melkorka Gunborg Briansdóttir

 

Gestaþrautir

eftir Ernu Mist

Listamaður nýtir raunsögur flóttamanna í innblástur en þegar einn þeirra bankar upp á í eigin persónu vandast malið.

Leikstjóri: Erna Mist Leikarar: Assa Borg Snævarr og Bjartur Örn Bachman Dansarar: Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og Anna Guðrún Tómasdóttir Hljóðmynd: Annalísa Hermannsdóttir

 

Hvernig breytti Birgitta lífinu sínu? Svona.

eftir Helga Grím Hermannsson

Vantar þig meira omeletta allt af létta?

Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson Leikmynd: Sigrún Perla Gísladóttir Leikarar: Inga Steinunn Henningsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Örn Gauti Jóhannsson

Listrænn Stjórnandi: Bryndís Ósk Þ. Ingvardóttir

Viðburðarstjóri: Óðinn Ásbjarnarson

Stjórn Ungleiks: Bjartur Örn Bachmann, Egle Sipaviciute, Ísak Óli Borgarsson, Þorsteinn Sturla Gunnarsson og Magnús Hrafn Einarsson

 

Sýningin er part af Unglist - Listahátíð Ungs Fólkskyn

Styrktar og samstarfsaðilar: Hitt Húsið, Coca-Cola European Partners Ísland