Tix.is

Um viðburðinn

SÓLÓ er undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Sviþjóð næsta vor. Undankeppnin er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni þar sem töfraljómi klassískra ballettverka fær að njóta sín. Miðasala er í miðasölu Borgarleikhússins og á Tix.is.

Miðaverð: 2200 kr.

               

Allir velkomnir, góða skemmtun!