Tix.is

Um viðburðinn
Lunch / Hádegisverður er gjörningur í eðli sínu, sem skapaður var í samvinnu við 8 listamenn víðsvegar að í hánorðri. Til samstarfsins var stofnað í litlu þorpi, Kaukonen í finnska Lapplandi með tilraunakenndri, flatri aðferð sem leggur áherslu á mikilvægi fundarins.

Sýningin varð til úr ljósunum, hljóðunum, hreyfingunni og auðvitað - matnum. Hún dregur innblástur sinn frá sköpunarstað og einnig þeim stað þar sem hún verður sýnd hverju sinni.

Listamennirnir á bak við gjörninginn eru Erlend Auestad Danielsen (NO), Sophie Fetokaki (CY), Anni-Kristiina Juuso (Sápmi), Mari Keski-Korsu (FIN), Emma Langmoen (NO), Júlía Mogensen (IS) Riikka Vuorenmaa (FIN) ) og Jacob Zimmer (CAN / WHITEHORSE).

Hádegisverður er framreiddur á vegum Northern Network for Performing Arts. Í gegnum verkefnið styður netverkið við listastörf í hánorðri, eflir ný byggðatengsl innan sviðslistasviðsins og byggir brýr milli listasamfélaga.

Netverkið er samræmt af fjórum stofnunum sem hver leggur sitt af mörkum: Cycle listahátíð (IS), Nuuk Nordisk Kulturfestival (GL), RadArt - nettverk for fri scenekunst (NO) og Silence Festival / Hiljaisuus-festivaali (FIN). Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Nordisk Kulturfond.