Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október verða haldnir tónleikar til styrktar Grófinni geðverndarmiðstöð. Grófin er virknimiðstöð fyrir fólk sem glímir við geðrænan vanda eða félagslega einangrun og vill valdeflast og vinna í sínum bata. Grófin starfrækir ýmiss konar hópastarf, félagstarf og fræðsluviðburði fyrir almenning auk þess bjóða upp á fræðslu í skólum fyrir ungmenni.

Á tónleikunum munu koma fram fjölmargar hljómsveitir og trúbadorar auk tæknimanna en allt þetta góða fólk ætlar gefa vinnuna sína.

Miðaverði er stillt í hóf (2500 kr) svo að sem flestir eigi þess kost að koma og njóta.
Tónleikarnir hefjast kl 21:00 en húsið opnar klukkutíma fyrr.