Tix.is

Um viðburðinn

Þetta verður í níunda skipti sem Eyjamenn og vinir þeirra koma saman í Eldborgarsal Hörpu til að hlusta á Eyjaperlurnar. Allt hófst þetta í aldarminningu Oddgeirs Kristjánssonar árið 2011.

Flutt verða mörg af nýju Þjóðhátíðarlögunum, í bland við eldri og úr verður kristaltær töfrastund þar sem minningarnar hrannast upp úr Herjólfsdal, eða annarsstaðar frá. Eyjalögin eru enda mörg hver orðin vinsælar dægurlagaperlur og sem dæmi hafa Þjóðhátíðarlögin síðustu ár verið sannkallaðir sumarsmellir á Íslandi.

Það er því óhætt að segja að öllu sé tjaldað til, svo helstu dægurlagaperlur Eyjanna njóti sín í Eldborgarsal Hörpu þetta laugardagskvöld í janúar.

Eftir tónleikana verður barinn svo opinn og hittingur að hætti Eyjamanna fyrir utan Eldborg og ekki ólíklegt að það bresti á í söng og hver veit nema að hvíta tjaldið komi við sögu.

Frábærir listamenn verða með að þessu sinni. Söngvararnir Pálmi Gunnarsson, Stefán Hilmarsson, Bergþór Pálsson, Stefanía Svavarsdóttir, Matthías Matthíasson eða Matti Matt, Agnes Björt Andradóttir, Alma Rut, Jóna Alla og Kristján Gísla munu sjá um að flytja Eyjaperlunar. Hinn ljúfi snillingur Jón Ólafsson hefur tekið að sér hljómsveitarstjórn og spilar á hljómborð. Hljómsveitin verðu sem áður skipuð úrvalsmönnum; Eiður Arnarsson á bassa, Birgir Nielsen Þórsson á trommur, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Ari Bragi Kárason á trompet, Sigurður Flosason á saxafón, flautu og ásláttarhljóðfæri og nýr meðlimur verður Matthías Stefánsson, á gítar og fiðlu.

Sannkallað úrvalslið listamanna mun því sjá um að skila Eyjaperlunum til okkar í Eldborg 25. janúar næstkomandi.

Tryggðu þér miða í tíma.

Umsjón: Stóra sviðið.