Tix.is

Um viðburðinn

Stína Ágústsdóttir, söngur
Carl Mörner Ringstrom, gítar
Henrik Linder, bassi
Jonathan Lundberg, trommur

Stína Ágústsdóttir söngkona, sem er búsett og starfandi í Stokkhólmi, hefur tekist að fá með sér í lið tónlistarmenn frá Svíþjóð sem varla er hægt að fara orðum um, svo góðir eru þeir. Henrik Linder leikur með ofurhljómsveitinni Dirty Loops en þeir hafa gert garðinn frægan á heimsvísu fyrir fiman hljóðfæraleik og ótrúlegar útsetningar á þekktum popplögum. Ringström og Lundberg eru einnig á heimsmælikvarða og hafa báðir leikið með og lært af trommumeistaranum Virgil Donati. Saman munu þau leika þekkt klassísk jazzlög, lög eftir James Taylor í eigin útsetningum og sitt lítið af hverju, kryddað með yfirnáttúrulegum bassasólóum og litríkum hljómsetningum.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn gerði hljómsveitinni kleift að halda í tónleikaferðalag til Íslands.