Tix.is

Um viðburðinn

Árlegt Herrakvöld Víkings verður haldið í íþróttasalnum í Víkinni föstudaginn 1. nóvember. Þetta verður án efa glæsilegasta Herrakvöld Víkings til þessa! 

Pétur Jóhann Sigfússon mætir og keyrir upp stuðið klukkan 20.00. Sveppi skemmtir gestum með gamansögum og bröndurum sem þola illa dagsljósið og þá mun Baddi í Jeff Who mæta á svæðið og taka lagið. Húsið opnar kl. 19:00. 

Nýkrýndir Bikarmeistarar Víkings verða á svæðinu. Þetta er frábært tækifæri til að hitta gömlu félagana, nágrannana og vinina og fagna bikarmeistaratitlinum! 

Veislukokkar frá Múlakaffi bjóða upp á glæsilegt steikarhlaðborð með villisveppa hjúpaðri nautalund og grillað lamba ribeye. Borið fram með rauðvínssósu og bernaisesósu ásamt stökkum kartöflum gremolata og parmesan, kremuðum sveppum, bökuðu blómkáli með beikondöðlu dressingu og brokkolí sellerírót og aspas. Í eftirrétt er svo ítalskt tiramisu. 

Miðaverð: 8.900 kr. í forsölu en hækkar í 9.900 kr. eftir 26. október

Aldurstakmark: 20 ár

 

Getur ekki klikkað !