Tix.is

Um viðburðinn

Þann 7. desember 2019 verður tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits sjötugur. Þá um kvöldið verður þessum merka áfanga fagnað með tónleikum Waits til heiðurs á Hard Rock Café við Lækjargötu. Þar mun hljómsveitin A Band on Stage spila nokkur af lögum meistarans og fá til liðs við sig úrvalslið hljóðfæraleikara til að klæða tónlistina í búning sem sæmir tilefninu. 

Ekki er ætlunin að fara út í einhverjar Waits eftirhermur, einungis fagna lífi hans og frábærum laga- og textasmíðum.

Um upphitun sér Misery loves company

Miðaverð 3.900 kr.

A Band on Stage eru:

Sara Blandon - söngur

Ármann Guðmundsson - Gítar, banjó og slagverk

Loftur Sigurður Loftsson - bassi

Auk þess koma fram:

Margrét Arnardóttir - harmonikka

Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir - trommur og slagverk

Gunnar Ben - orgel, píanó og slagverk

Sólveig Morávek - saxófónn, klarínett og flautur

Eyvindur Karlsson - söngur