Til að kaupa miða í Salnum skaltu ýta HÉR
Að venju verða Sætabrauðsdrengirnir með jólatónleika en nú leggja þeir land undir fót og heimsækja Bolungarvík og Selfoss. Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu í Bolungarvík 30. nóvember og á Selfossi 6. desember og hefjast tónleikarnir á báðum stöðum kl. 20:00.
Þeir sem hafa verið á tónleikum drengjanna hafa orðið vitni að frábærum flutningi enda hafa þessir söngvarar verið meðal okkar bestu og þekktustu listamanna um árabil. Áheyrendur vita einnig að þótt hátíðleikinn og gæðin séu í fyrirrúmi þá er stutt í grínið og gamanið.
Tónlistin er fengin víða að en Halldór Smárason píanóleikari hefur útsett megnið af tónlistinni sem flutt verður af einstöku listfengi.