Tix.is

Um viðburðinn

ATH! Vegna veðurs verða tónleikarnir sem áttu að vera í kvöld, þriðjudag 10. desember fluttir til 19. desember kl. 20. 


Að venju verða Sætabrauðsdrengirnir með jólatónleika í Salnum í Kópavogi.  Að þessu sinni verða tónleikar þ. 8, 9, 11 og 19. desember kl. 20:00.  Þeir sem hafa verið á tónleikum drengjanna hafa orðið vitni að frábærum flutningi enda hafa þessir söngvarar verið meðal okkar bestu og þekktustu listamanna um árabil.   Áheyrendur vita einnig að þótt hátíðleikinn og gæðin séu í fyrirrúmi þá er stutt í grínið og gamanið.  Tónlistin er fengin víða að en Halldór Smárason píanóleikari hefur útsett megnið af tónlistinni sem flutt verður af einstöku listfengi.