Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikar í Fríkirkjunni

Enski listamaðurinn Philip Jeck (f. 1952) nam myndlist í Dartington College og hefur um áratugabil nýtt sér hljóð sem uppistöðuna í list sinni. Í verkum Philip Jeck býr djúp tilfinning fyrir veröld sem var, gamlir plötuspilarar og lúnar vínilplötur sem hann hefur gjarnan grafið upp á fornsölum mynda grunninn að tjáningarríkum og seiðandi hljóðverkum, fullum af brestum og braki, minningum og þrám. Til að nýta sér plöturnar í verkum sínum afmarkar hann eða merkir tiltekin brot sem kveikja áhuga hans, úr verður hljóðlykkja eða lúppa sem Jeck umbreytir, teygir og togar með græjum á borð við pedala og/eða hraðastillingum gömlu plötuspilaranna sem geta snúist á 16, 33, 45 eða 78 snúningum. Inn í þennan hljóðheim renna hans eigin hljóð spiluð af gömlum samplerum (hljóðsmölum) eða Mini-disk spilurum.

Myndatexti : Philip Jeck, ljósmyndari: Mike Harding, Bradford